top of page
99.jpg
sopot.jpg

Öðruvísi afþreying

Fyrir þá sem vilja ekki fjölfarna ferðamannastaði kynnum við öðruvísi afþreyingu.

sopot_edited.jpg

Byrjum í Gdynia!

gdynia.jpg

Saga tundurskeyta í Gdynia hófst í seinni heimstyrjöldinni. Framkvæmdir við byggingu tveggja
tundurskeytastöðva hófust árið 1940 og risu þær upp á met tíma. Önnur er staðsett í Gdynia Babie
Doly en hin í Gdynia Oksyvwie og saman eru þær kallaðar Torpedowaffenplatz Hexengrund.
Tundurskeytastöðvarnar voru byggðar nokkur hundruð metra frá ströndinni og tengdust
meginlandinu með viðarbryggjum, en viðarbryggjurnar voru sprengdar upp árið 1979 til að hefta
aðgengi fólks
Gott ráð: Þegar rústir fyrrum tundurskeytastöðvarinnar eru heimsóttar ætti að gefa sér tíma í
gönguferð meðfram klettunum og ströndinni í Babie Doly. Tundurskeyti og bryggjur geta verið fögur
sjón út frá mismunandi sjónarhornum sem gaman er að mynda, en rústirnar eru sífellt að verða
vinsælli staður að heimsækja.

Frá Sopot er hægt að ganga meðfram ströndinni til Gdynia. Sé lagt af stað frá Sopot bryggjunni tekur
um það bil eina klukkustund að ganga að bryggjunni Gdynia Orlow, en þess má geta að afar fagurt
bjarg er á þessari leið sem vert er að bera augum. Á leiðinni er gengið framhjá gömlu
fiskibátahöfninni þar sem meðal annars er hægt að kaupa reyktan fisk og girnileg fiskispjót en þetta
er eina höfnin sem er á svæðinu. Rétt við hliðina á bryggjunni er lítið kaffihús og safn Domek
Zeromskiego, sem var sögufrægur rithöfundur, en fjölskylda hans eyddi nokkrum mánuðum í safninu
árið 1920. Það er vel þess virði að stoppa við þó það væri ekki nema fyrir dýrindis kökur og kaffi.


Gott ráð: þegar gengið er meðfram ströndinni er áhugavert að skoða smásteinanna og dökkbrúnu
sandlögin sem geyma allskyns steinefni en við rætur bjargsins eru til dæmis lög af brúnkolum. Mælt
er með að stoppa og njóta útsýnisins, draga djúpt andann og finna fyrir fersku sjávarloftinu.

gdynia2.jpg

Taktu þinn tíma í Sopot-  hugmyndir að gönguleiðum.

sopot2.jpg

Lysa Góra er um 110 metra yfir sjávarmáli og er einn af ferðamannastöðum í Pommern héraðinu. Þar
er dásamlegt útsýni yfir flóann af Gdansk ásamt útsýni til Gdansk. Fullkominn staður til gönguferðar.


Strzeleckie hæðin ( Wzniesienie Strzeleckie) er staðsett nálægt Skógaróperunni (e. Forest Opera) en
þægilegasta aðkoman er um stiga frá ul. Moniuszki. Rétt hjá Zakopane byrjar gangan með því ganga
upp Monte Cassino götu þar sem farið er í gegnum tvö göng. Því næst er farið eftir Maja stræti 1að
gatnamótum við Armii Krajowej götu. Eftir um 100 metra er komið að næstu gatnamótum þar sem
farið er til hægri og haldið beint af leið eftir gangstéttinni. Eftir um 50 metra er komið að útsýnispalli
þar sem stiginn er sem upp skal halda,. Eftir uppgönguna er komið að útsýnispallinum með fallegu
útsýni yfir Gdansk flóann.

 

Efri hverfi Sopot einkennist af rólegheitum og er sjaldan heimsóttur af ferðamönnum. Það getur
verið gaman að ráfa um götur Andersa, Armii Krajowej, Wybicki, Zeromskiego og Herbert en um er að
ræða leynda perlu sem hefur að geyma einstakar byggingar og minnisvarða í grónu umhverfi. Nokkrar
sögulegar byggingar eru á þessu svæði eins og Villa Wybickiego 31, en byggingin var hönnuð og
byggð árið 1910 fyrir eiganda (representative) hins fræga fyrirtækis Bosh. Villa Sopocki Belwederek
er líka einstakt íbúðarhús og er staðsett á 34-36 stræti. Hubertus Villa er staðsett á 5. Abraham stræti

og er kölluð „perla aðskilnaðarins“. Goyki 3 Art Inkubator er sögulegt einbýlishús Jüncke sem stendur
við ul. Jakuba Goyki 3. í Sopot er höll frá 1894 með útsýnisturni sem er opinn almenningi. Þar eru líka
listastofur, skrifstofur og kaffihús en á þessum stað er hægt að ljúka göngu um Sopot.

sopot3.jpg
sopot4.jpg

Þá komum við til Gdansk

gdansk1.jpg

Gdańsk Zaspa Mural Gallery er gallerí undir berum himni í hverfinu Zaspa og
samanstendur af 60 veggmyndum sem málaðar eru á stóra veggi hverfisins. Fyrstu 10 verkin
voru máluð 1997 á 1000 ára afmælishátíð Gdansk. Zaspa er ein stærsta „plattenbau“
(blokkir) byggð í Póllandi og er hönnuð í samræmi við meginreglur módernísks
borgarskipulags og átti að vera sjálfbært svæði til búsetu. Vegna óraunhæfra markmiða og
fjármálakreppunnar á áttunda áratugnum endaði byggðin sem steinsteypt eyðimörk. Allan
áttunda og níunda áratuginn átti Zaspa í félagslegum erfiðleikum en til að reyna bregðast við
því komu aðgerðasinnar á staðinn með listir sínar og svæðið er nú safn málverka eftir þá.
Málverkin er nú eitt helsta kennileiti svæðisins þar sem hægt er að fræðast um
veggmyndirnar og sögu Zaspa.


Gott ráð: Lest frá Sopot er besta leiðin til að komast að Gdansk Zaspa, lestin fer á 10
mínútna fresti og tekur ekki nema 15 mínútur að komast þangað.

 

Stocznia Cesarska (keisaraskipasmíðastöðin)
 

Skipasmíðastöðin Stoczniea er staðsett á bökkum Wartwa Wisla, í stuttri göngufjarlægð frá
aðal- járnbrautarlestarstöðinni og gamla bænum, en þess má geta að atburðir í henni átti
sinn þátt í falli kommúnismans í Austur-Evrópu.
Gott ráð:- Á svæðinu er slökkvistöð sem var starfandi frá 1884-2002 en hún hýsti meðal
annars slökkvilið skipasmíðastöðvarinnar. Unnið hefur verið að endurbótum síðustu ár með
það í huga að taka í notkun aftur.
Í mars 2022 opnaði virtur víninnflytjandi og matargerðarmaður að nafni Robert Mielzynsk
veitingastaðinn Mielzynski Gdansk, veitingastaðurinn er með opið eldhus, útiverönd og bar
sem og vínbúð á jarðhæðinni. Sjá hér

M3 krani (við hliðina á Imperial Shipyard)


M3 kraninn er á móti European Solidarity center, hægt er að sjá hann frá útsýnispalli á þaki safnins.
Aðgangur kostar aðeins 15 PLN en hægt er að kaupa miða fyrirfram eða á staðnum. Kraninn er fyrstur
sinnar tegundir að bjóða fólki að koma og skoða en fyrirhugaðar eru endurbætur á svæðinu. Kraninn
er mikið aðdráttarafl en það getur verið afar tauga trekkjandi að klifra upp á útsýnispallinn og lítill
möguleiki á skoða útsýnið á meðan. Lofthræddir gætu átt erfitt með að klifra upp en oft hefur verið
nefnt að það sé eins og stiginn sé beint fyrir ofan vatnið og að vindurinn komi úr öllum áttum. Það er
aftur á móti einstakt útsýni frá pallinum og því vel þess virði að yfirstíga smá lofthræðslu.

gdansk2.jpg
gdansk3.jpg
bottom of page