


5. apríl 2025

ÁRSHÁTÍÐ SAMHERJA 2025

Starfsfólk og gestir Samherja eru skærustu stjörnurnar í Sopot
Tíminn flýgur, þrjú ár eru nú liðin frá árshátíð Samherja í Sopot í Póllandi. Það er því kominn tími til að endurtaka leikinn, gleðjast saman á þessum fallega stað og njóta gestrisni og fagmennsku heimafólks.
Síðast en ekki síst, skapa saman dýrmætar minningar til framtíðar.
Árshátíðir Samherja í Sopot hafa tekist vel, enda aðstæður þar eins og best verður á kosið og metnaður í fyrirrúmi.
Samhentur hópur hefur undirbúið alla þætti af alúð, með það að markmiði að sólarhringarnir verði sem skemmtilegastir og þjappi okkur enn frekar saman.
Kæru árshátíðargestir !
Við erum þess fullvissir að samveran og gleðin verða í öndvegi í Póllandi, enda úrvalslið fagfólks sem hefur undirbúið jarðveginn og með í för verður frábært tónlistarfólk.
Starfsfólk Samherja og gestir eru að sjálfsögðu skærustu stjörnurnar.
Við segjum einfaldlega;
Góða ferð og góða skemmtun í Sopot !
Kristján og Þorsteinn Már



Undirbúningur samkvæmt áætlun
Nú styttist í brottför til Sopot í Póllandi þar sem árshátíð Samherja verður haldin. Tíminn líður hratt og að mörgu að hyggja. Allur undirbúningur gengur vel og á næstu vikum má gera ráð fyrir póstum með upplýsingum fari fjölgandi á Facebook síðunni okkar. Við hvetjum ykkur til að fylgjast vel með.
​​
Flogið verður í beinu flugi bæði frá Akureyri og frá Keflavík til Gdansk og til baka. Ferðagögn koma frá ferðaskrifstofunni Verdi á Akureyri. Farangursheimild pr. farþega er taska að hámarki 23 kg. og handfarangurstaska að hámarki 8 kg.
Stærð handfarangurstösku miðast við 55x40x20 cm.
​​
Hér að neðan er áætlun sem gefin hefur verið út og verður kynnt betur þegar línur skýrast endanlega:
​​
Hópar 1 og 2 – Skipin (nema Snæfell), skrifstofa G30, skipaþjónusta, og ÚA skrifstofa ferðast út miðvikudag 2. apríl frá Akureyri og heim sömu leið á sunnudag 6.apríl í tveimur flugum.
Fyrri kl. 10.00 út og kl. 14.00 heim – Seinni kl. 16.30 út og kl. 18.30 heim.
​​
Hópar 3, 4 og 5 - Útgerðarfélag Akureyringa, ÚA Laugar, Snæfell og Fiskeldi norður ferðast frá Akureyri fimmtudag 3. apríl í tveimur flugum kl. 07.30 og kl. 10.15 og heim mánudag 7.apríl kl. 12.30 og kl. 14.00.
Fiskeldi suður og skrifstofa Reykjavík fljúga frá Keflavík fimmtudag
3. apríl kl. 09.30 og heim sömu leið á mánudag 7.apríl kl. 13.20.
​
Hópur 6 - Landvinnsla Dalvík ferðast út föstudaginn 4. apríl kl. 07.45 og heim þriðjudag 8. apríl kl. 14.00.
„Verið hjartanlega velkomin,“
Segir okkar maður í Póllandi
Árshátíð Samherja í Póllandi verður glæsileg í alla staði. Að undirbúa svo stóran viðburð krefst auðvitað mikillar skipulagningar og þá er eins gott að einvala lið sái um alla þætti.
Rafal Starobrat er okkar maður í Póllandi. Hann er alldeilis ekki að undirbúa árshátíð Samherja í fyrsta sinn, Rafal var nefnilega potturinn og pannan í flestum þáttum árshátíðarinnar í Póllandi 2018.
„Ég hef einbeitt mér alfarið að árshátíðinni síðan í mars og reyndar má segja að hugmyndavinnan hafi farið fram á meðan Covid geisaði. Núna þegar stóra stundin er að renna upp get ég sagt að allt sé að verða tilbúið. Í þessari viku höfum við verið að vinna í matseðlinum, ganga endanlega frá ráðningu starfsfólks og fleira,“ segir Rafal.
„To-do listinn er auðvitað svolítið langur þessa dagana, núna erum við til dæmis að taka saman upplýsingar um áhugaverða ferðamannastaði, þjónustu og skemmtun sem er í boði og svo framvegis. Ég er tiltölulega rólegur, þótt það sé mikið að gera, allur undirbúningurinn er svo góður þannig að þetta er allt saman að ganga upp.“
Rafal segir einstakt að vinna fyrir Samherja
„Já hiklaust. Samherji er miklu meira en stórt fyrirtæki, Samherji er í raun stór samhent fjölskylda og það sést vel í öllum undirbúningi. Fyrir mig hefur verið einstaklega ánægjulegt og gefandi að vinna með Samherja og samstarfsaðilum. Ég hlakka svo sannarlega til að hitta ykkur í okkar dásamlega Póllandi. Verið hjartanlega velkomin, við tökum vel á móti ykkur.“
Mynd: Rafal hefur heimsótt Akureyri