top of page
99.jpg
sopot.jpg

Ævintýraferð fyrir matgæðinga

Fyrir þá sem vilja njóta matar

sopot_edited.jpg

Gdynia - Veitingar

CRUDO
https://www.crudogrill.com/gdynia/)

 

Crudo er veitingastaður sem byggir á fersku hráefni og klassískri matreiðslutækni. Réttirnir eru einfaldir, bragðgóðir með skemmtilegri framsetningu en staðurinn leggur áherslu á frumlegheit og steikur.

Heimilisfang: 81-391 Gdynia, ul. Świętojańska 43
 

 

F.Minga

https://f-minga.eatbu.com/?lang=pl
 

F. Minga er vinalegur staður við ströndina, með fallegu útsýni yfir hafið. Matseðillinn byggir á réttum frá öllum heimshornum, góðum eftirréttum ásamt því að hafa breitt úrval af kaffi og tei.

Heimilisfang: 81-374 Gdynia, Bulwar Nadmorski
 

 

Good morning Vietnam
(https://www.goodmorning-vietnam.pl)

 

Veitingastaður með austurlenskri hönnun þar sem hægt er að fá  vinsælustu víetnömsku kræsingarnar eins og Hanoi Pho súpu eða Bun Cha, matreitt af víetnömskum kokkum. Einnig hægt að fá víetnamskan bjór og nektarínur.

Heimilisfang: 81-372 Gdynia, ul. Świętojańska 83 A

Malika

(https://www.restauracjamalika.pl)
 

Malika sérhæfir sig í matargerð Maghreb landanna Marokkó, Alsír og Túnis sem er samblanda af arabískri- og franskri miðjarðarhafsmatargerð. Réttirnir byggja aðallega á kjöti og fiski, sem er kryddað framandi arómatískum kryddum. Kokkurinn hér er Ewa “Malika” Szyc- Juchnowicz.

 

Heimilisfang: 81-395 Gdynia, ul. Armii Krajowej

 

Muszla

(https://www.muszlagdynia.pl
 

Hingað er hægt að koma í hádegismat, kaffi, drykk eða einstakt tapas, ásamt því að hlusta á áhugaverða tónlist. Staðurinn einkennist af líflegri tónlist, hægt að bóka fundi, horfa á íþróttaviðburði og halda vinnustofur. Matseðill einkennist af miðjarðarhafsmatargerð og pizzu.

Heimilisfang: 81-372 Gdynia, Plac Grunwaldzki
 

Niewinni Czarodzieje 3.0

(https://nctrzyzero.pl)
 

Veitingastaður Kuba Wojewódzki (þekktur sjónvarpsmaður) einkennist af klúbbastemmingu með hráan iðnaðarstíl og matseðli sem innblásinn er af nútíma götumatargerð. Nafnið á veitingastaðnum vísar í titil kvikmyndar Andrzej Wajda og er staðsettur í byggingu kvikmyndamiðstöðvar Gdynia. Sannkölluð upplifun að koma hingað fyrir kvikmyndaunnendur.

Heimilsfang: 81-365 Gdynia, pl. Grunwaldzki 2
 

 

Pasta Miasta

(https://pastamiasta.pl)
 

Pasta city býður upp á ýmsar tegundir af heimagerðu pasta í opnu eldhúsi. Staður sem einkennist af klassískri ítalskri matargerð og notalegu umhverfi.

 

Heimilsifang: 81-391 Gdynia, ul. Świętojańska 46
 

Santorini

(http://santorinigdynia.pl)
 

Santorini er glæsilegur veitingastaður sem færir þér sólríkt Grikkland í matargerð. Staðurinn er þekktur fyrir einstakt umhverfi í rólegum bakgarði og frumlegan grískan mat.

 

Heimilsfang:  81-391 Gdynia, ul. Świętojańska 61
 

Vinegre

(https://www.vinegre.pl)
 

Veitingastaður sem staðsettur er rétt við ströndina nálægt Sjóminjasafninu með útsýni yfir hafið og nærliggjandi smábátahöfn. Á matseðlinum eru spænskir tapasréttir, ítalskir réttir, sjávarfang, grísk moussaka, miðausturlenskt hummus og þunnbotna pizzur.

 

Heimilsfang: 81-374 Gdynia, ul. Zawiszy Czarnego 1B (3rd
floor)

 

Browar Port

(https://www.browarportgdynia.com)
 

Fyrsta brugghúsið í sögu Gdynia! Ljúffengur Craft bjór og nútíma matargerð sem innblásin er af Hell’s kitchen.

Heimilsfang: 81-371 Gdynia, Bulwar Nadmorski
im.Feliksa Nowowiejskiego 2

 

Sopot - Veitingar

Fidel

( http://fidelbar.pl)

Klassískur og snyrtilegur staður sem einkennist af karabískri matargerð þar sem sjávarfang og kúbanskir sérréttir ásamt girnilegum kokteilum eru áberandi.

Heimilsfang: UL. POWSTAŃCÓW WARSZAWY 6
81-718 SOPOT

 

Tapas de Rucola

(https://tapassopot.pl)

Tapas de Rucola sameinar hið hefðbundna spænska tapas með fjölmenningarlegu eldhúsi. Fjölbreytileiki í matargerð er þeirra ástríða sem er innblásin víða um heim.

Heimilsfang: UL. PUŁASKIEGO 15, 81-760 SOPOT
 

White Marlin

(https://whitemarlin.pl)

Veitingastaður með útsýni yfir sjóinn  og einstakt andrúmsloft.  White Marlin var búin til af ást, ást á mat og ást á fólki.

Heimilsfang: Aleja Wojska Polskiego 1, Sopot

 

Crudo Grill

(https://www.crudogrill.com/sopot/)

C/R/U/D/O er veitingastaður sem byggir á fersku hráefni og nútíma framsetningu.

Heimilsfang: Sopot, ul. Boh. Monte Cassino 36/2

 

 

M15

(https://m15.sopot.pl)

Við bjóðum upp á einstakt ferðalag á stað sem hefur að geyma meðal annars eitt fallegasta landslag í Sopot. Hjá okkur er hægt að smakka pólska matargerð sem er undir áhrifum nýjustu matreiðslustrauma. Við höfum einnig úrval af vegan réttum.

Heimilisfang: 81-718 Sopot, ul. Mamuszki 15

 

Caly Gawel

(http://www.calygawel.pl/)

Staður sem fær þig til að finnast vera frjáls og finna fyrir vellíðan. Bragðgóð matargerð og úrval af víni í boði þar sem hrá steypan og hlýlegur viðurinn einkennir umhverfið. Lögð er áhersla á vörur beint frá býli meðal annars frá Kasúbíu, við dýrkum einnig Prosecco og tékkneska bjórinn úr krananum.
 

Heimilsfang: OPOT CENTRUM - DWORZEC PKP (Train
station restaurant passage)

 

BAR PRZYSTAN

(https://barprzystan.pl)


Stílhreinn staður með rúmgóðri verönd með útsýni yfir flóann af Gdansk, allt frá Orlowski Klif til hafnarinnar í Gdansk. Staðurinn hefur starfað óslitið í 25 ár með sérstöðu í því sem náttúran og hafið bjóða uppá. Sérstaklega er mælt með Rybakssúpunni, steikta og bakaða fiskinum, laxatörtunum og öðrum fjölbreyttum fiskiréttum. Przystan er einnig með kaffihús og býður upp á dýrindis kaffi og mikið úrval af eftirréttum.

Heimilsfang; Aleja Wojska Polskiego 11, 81-769 Sopot

 

L’ENTRE VILLES

(https://entrevilles.pl)

 

Staðurinn er í yfir 100 ára gömlu endurgerðu einbýlishúsi í Sopot. Einkennandi fyrir staðinn er falleg innanhúshönnun, frábær fjölbreyttur matseðill og góð þjónusta, þetta er staður sem má ekki gleymast!

Heimilsfang: Aleja Niepodległości 737, 81-838 Sopot
 

MERIDIAN MOLO

(http://meridianmolo.pl)

 

Frábær staðsetning staðarins gerir það að verkum að auðvelt er að slíta sig frá daglegu amstri og gera vel við sig. Gaman er að ganga að Meridian bryggjunni þar sem einstakt útsýnið gefur auka orku. Veitingastaðurinn er staðsettur við enda viðarbryggjunnar.
 

Heimilisfang; ul. Plac Zdrojowy 2, 81-718 Sopot, (yacht
marina by the pier)

 

MODERN FOOD&WINE

(https://www.modernsopot.pl)

 

Er veitingastaður staðsettur við Sopot bryggjuna. Staðurinn einkennist af nútímalegri innanhúshönnun, einstöku umhverfi, útsýni, rúmgóður og rólegu umhverfi í hjarta Tri- City. Fullkominn staður til að eiga rómantíska kvöldstund eða fyrir hátíðarhöld.

Heimilsfang: Plac Zdrojowy 2B (on the side from entrance
to the pier) 81-718 Sopot

 

Gdansk - Veitingar

Goldwasser

(https://goldwasser.pl/en/)

Á bökkum Motlawa ár er þessi einstaki veitingastaður,  í nágrenni við hinn fræga Gdansk´s Crane.  Veitingastaðurinn er þekktur fyrir einstakar innréttingar sem er byggt á gamla Gdansk „ganginum” og getur tekið við 180 gestum í einu.  Staðurinn er ekki eingöngu heillandi vegna staðsetningar, heldur einnig stórkostlegrar matargerðar og yndislegu andrúmslofti.
Heimilisfang: Długie Pobrzeże 22 | 80-888 Gdańsk

 

Chleb i Wino

Veitingastaðurinn er þekktastur fyrir handgert pasta sem er gert á staðnum og sérbakað brauð

Heimilsfang: ul. Stagiewna 17 (Granary Island)

SASSY ROOF TOP BAR

(https://slonyspichlerz.pl/en)

 

Hér er að finna ríkulegan matseðil sem inniheldur suðlæga klassík. Ítalskt eldhús, með fókus á rekjanleika varanna sem koma beint frá Ítalíu.

Heimilsfang: ul. Chmielna 10 (Granary Island)

 

GDANSKI BOWKE

(https://www.gdanskibowke.com/en/)

 

Það er staður þar sem þú getur uppliað andrúmsloftið á höfninni fyrir 200 árum síðan, meðan þú nýtur bragðsins af pólskri matargerð og fínustu vína.   Hér er eldað af ástríðu og færni svo að mestu sælkerar og unnendur hefðbundinnar pólskra matargerðar stíga saddir og sáttir frá borði.

Heimilsfang: ul. Dlugie Pobrzeze 11, 80-888 Gdansk

 

DELMONICO STEAKHOUSE

(https://www.delmonico.pl)

 

Veitingarstaðurinn Delmonico Steakhouse byggist á náttúrulegum og vistvænum vörum.  Takmarkið er að ánægjan og ánægja gesta okkar með því að bera fram steikur með einstöku bragði af nautakjötinu frá okkar eigin vistvæna býli. 

Heimilsfang: ul. CHmielna 26, 80-748 Gdansk

 

HARD ROCK CAFE GDANSK

(https://www.hardrockcafe.com/location/gdansk/pl/)

 

Maturinn er fyrst og fremst megin ástæða þess að fólk kemur á Hard Rock Café Gdansk. Hérna er hægt að njóta amerískrar matargerðar eins og okkar fræga hamborgara. Matreiðslumenn okkar nota aðeins ferskasta hráefnið hverju sinni ásamt því að þjónustufólkið er tilbúið að veita þér allt sem þarf til að njóta hinnar fullkomnu máltíðar.

Heimilisfang : ul. Dlugi Targ 35/38, 80-830 Gdansk
 

bottom of page